Svörtu sauðirnir ætla að verða dýrkeyptir 16. júlí 2011 05:00 hrossabændur Verða gerðir starfsleyfisskyldir verði nýtt frumvarp sjávar- og landbúnaðarráðherra um dýravelferð að lögum. Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Sjá meira
Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Sjá meira