Enski boltinn

Liverpool hefur staðfest kaupin á Stewart Downing

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / AFP
Enska knattspyrnufélagið, Liverpool,  hefur nú gengið frá kaupum á Stewart Downing frá Aston Villa, en félagið hefur verið í samningaviðræðum við Villa undanfarnar daga.

Leikmaðurinn stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær og skrifaði í kjölfarið undir samning við Liverpool.

Liverpool mun hafa greitt 19 milljónir punda fyrir leikmanninn, en ekki kemur fram á vefsíðu félagsins hversu langur samingurinn er.

Downing hefur leikið með Middlesbrough, Sunderland og nú síðast Aston Villa, en hann hefur verið atvinnumaður síðan árið 2001. Leikmaðurinn á að baki 27 leiki fyrir enska landsliðið.

„Það er frábær tilfinning að vera búin að semja við eins stórann klúbb og Liverpool,“ Stewart Downing við Liverpool sjónvarpsstöðina í gærkvöldi.

„Þetta er búið að taka langan tíma og ég hef beðið eftir þessari stund í nokkrar vikur“.

„Hefðin hjá félaginu, knattspyrnustjórinn og þeir leikmenn sem eru hér til staðar voru ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við klúbbinn“.

„Mér hlakkar virkilega til að fá að hlaupa inn á Anfield sem leikmaður liðsins, það er alltaf sérstakt andrúmsloft á leikvanginum“.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×