Fulltrúaræði eða lýðræði? 26. nóvember 2011 09:00 Fyrr á þessu ári var lagt fram frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Í þeim kom nýr kafli, aftarlega, augljóslega aukaatriði, þar sem átti að veita almenningi heimild til að knýja fram annars vegar borgarafund og hins vegar íbúakosningu um málefni sveitarfélagsins. Fjölmargir annmarkar voru á þessum tillögum. Þar má nefna að í tillögurnar vantaði ýmislegt sem dýpka mætti lýðræðið hérlendis, t.d. ákvæði um lýðræðisleg ákvarðanatökuferli sem almenningur getur tekið þátt í, heimildir fyrir slembivali, lýðræðisvæðingu stofnana og margt fleira. Af því sem var að finna í tillögunum er tvennt sem kallaði á betrumbætur. Annars vegar að 20% kjósenda þyrfti til að kalla fram íbúakosningu, en reynslan bendir til þess að þar sem hlutfallið er hærra en 15% séu slík réttindi orðin tóm. Hins vegar að niðurstöður kosninga ættu að vera ráðgefandi en ekki bindandi en rannsóknir sýna að almenningur missir fljótt trúna á ráðgefandi ferli. Æðsti valdhafinn í lýðræðisríki er almenningur. Af einhverjum ástæðum virðast þingmenn og aðrir fulltrúar almennings ekki átta sig á þessu og líta á sjálfa sig sem aðal. Síðastliðið vor sendi Lýðræðisfélagið Alda fjölmargar athugasemdir til samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarpsins en fékk ekki einu sinni skilaboð um að þær hefðu verið mótteknar. Þannig er það nefnilega með þingnefndir að þær funda bak við luktar dyr, halda ekki fundargerðir og svara ekki efnislega innsendum erindum. Það er víst ekki hægt að ræða opinber málefni opinberlega, fulltrúarnir þurfa að fá að gera það í friði fyrir almenningi. Meðal athugasemda frá Öldu var að kosningar og borgarafundir skyldu teljast bindandi, að bæta þyrfti við ákvæðum um lýðræðisleg ákvörðunartökuferli, til viðbótar við kosningar og borgarafundi. Einnig að heimila þurfi slembival í nefndir og sveitarstjórnir og að færa ætti kaflann um lýðræðislegan rétt almennings fremst í frumvarpið. Lýðræðisleg ákvarðanataka almennings er grundvöllur, ekki aukaatriði. Nýlega var svo frumvarpið samþykkt á Alþingi en með nokkrum breytingum frá upphaflegu tillögunni. Ætla mætti að þingið hefði áttað sig á mistökum sínum og tekið tillit til athugasemda Öldu. En eins og innanríkisráðherra segir frá á vefsíðu sinni var raunin ekki sú heldur sendi Samband íslenskra sveitarfélaga inn erindi á síðustu stundu sem kæfði þetta litla lýðræðisfræ frumvarpsins. Í stað þess að það þurfi 20% kjósenda til að kalla fram íbúakosningu getur sveitarstjórn ákveðið að það þurfi 33% undirskrifta. Svona eftir hentugleika að því er virðist. Einnig verður óheimilt að kalla fram kosningu um fjárhagsáætlun sveitarfélags eins og það séu einkamál fulltrúanna og almenningi ekki treystandi fyrir þeim. Allar breytingar sem urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins voru með öðrum orðum til þess fallnar að draga úr þeirri takmörkuðu lýðræðisvæðingu sem þó fólst í þeim. Þetta kemur að vísu ekkert á óvart, enda fulltrúarnir að fjalla um takmarkanir á þeirra eigin völdum, um sína eigin hagsmuni. Í Bresku Kólumbíu höfðu fulltrúarnir, stjórnmálamennirnir og flokkarnir, vit á því að færa ákvörðun um breytingar á kosningalöggjöfinni til slembivalsþings borgara. Enda höfðu flokkarnir beina hagsmuni af því hvernig kosningakerfið var uppbyggt. Sú tilraun heppnaðist vel og var það samdóma álit allra hlutaðeigandi að vinna slembivalsþingsins hafi verið til fyrirmyndar. Hérlendis reyndum við okkar eigin tilraun með Stjórnlagaráði sem skilaði af sér vönduðum tillögum, sérstaklega í ljósi þess alltof stutta tíma sem því var skammtaður. Þær tillögur liggja nú hjá þinginu og hafa margir áhyggjur af því að dregið verði úr þeirri fremur hófsömu lýðræðisvæðingu sem í tillögum Stjórnlagaráðs er að finna. Enda eru það beinir hagsmunir fulltrúaræðisins, flokksræðisins, að viðhalda sem mestum völdum hjá sjálfu sér. Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fram fjölmargar tillögur að breytingum sem miða að auknu lýðræði og byggja á vel heppnuðum tilraunum í öðrum löndum. Félagið krefst þess að fulltrúar almennings taki nú þegar til óspilltra málanna við að lýðræðisvæða samfélagsgerð okkar. Við eigum það öll skilið. Upplýsingar um tillögur Öldu er að finna á alda.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var lagt fram frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Í þeim kom nýr kafli, aftarlega, augljóslega aukaatriði, þar sem átti að veita almenningi heimild til að knýja fram annars vegar borgarafund og hins vegar íbúakosningu um málefni sveitarfélagsins. Fjölmargir annmarkar voru á þessum tillögum. Þar má nefna að í tillögurnar vantaði ýmislegt sem dýpka mætti lýðræðið hérlendis, t.d. ákvæði um lýðræðisleg ákvarðanatökuferli sem almenningur getur tekið þátt í, heimildir fyrir slembivali, lýðræðisvæðingu stofnana og margt fleira. Af því sem var að finna í tillögunum er tvennt sem kallaði á betrumbætur. Annars vegar að 20% kjósenda þyrfti til að kalla fram íbúakosningu, en reynslan bendir til þess að þar sem hlutfallið er hærra en 15% séu slík réttindi orðin tóm. Hins vegar að niðurstöður kosninga ættu að vera ráðgefandi en ekki bindandi en rannsóknir sýna að almenningur missir fljótt trúna á ráðgefandi ferli. Æðsti valdhafinn í lýðræðisríki er almenningur. Af einhverjum ástæðum virðast þingmenn og aðrir fulltrúar almennings ekki átta sig á þessu og líta á sjálfa sig sem aðal. Síðastliðið vor sendi Lýðræðisfélagið Alda fjölmargar athugasemdir til samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarpsins en fékk ekki einu sinni skilaboð um að þær hefðu verið mótteknar. Þannig er það nefnilega með þingnefndir að þær funda bak við luktar dyr, halda ekki fundargerðir og svara ekki efnislega innsendum erindum. Það er víst ekki hægt að ræða opinber málefni opinberlega, fulltrúarnir þurfa að fá að gera það í friði fyrir almenningi. Meðal athugasemda frá Öldu var að kosningar og borgarafundir skyldu teljast bindandi, að bæta þyrfti við ákvæðum um lýðræðisleg ákvörðunartökuferli, til viðbótar við kosningar og borgarafundi. Einnig að heimila þurfi slembival í nefndir og sveitarstjórnir og að færa ætti kaflann um lýðræðislegan rétt almennings fremst í frumvarpið. Lýðræðisleg ákvarðanataka almennings er grundvöllur, ekki aukaatriði. Nýlega var svo frumvarpið samþykkt á Alþingi en með nokkrum breytingum frá upphaflegu tillögunni. Ætla mætti að þingið hefði áttað sig á mistökum sínum og tekið tillit til athugasemda Öldu. En eins og innanríkisráðherra segir frá á vefsíðu sinni var raunin ekki sú heldur sendi Samband íslenskra sveitarfélaga inn erindi á síðustu stundu sem kæfði þetta litla lýðræðisfræ frumvarpsins. Í stað þess að það þurfi 20% kjósenda til að kalla fram íbúakosningu getur sveitarstjórn ákveðið að það þurfi 33% undirskrifta. Svona eftir hentugleika að því er virðist. Einnig verður óheimilt að kalla fram kosningu um fjárhagsáætlun sveitarfélags eins og það séu einkamál fulltrúanna og almenningi ekki treystandi fyrir þeim. Allar breytingar sem urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins voru með öðrum orðum til þess fallnar að draga úr þeirri takmörkuðu lýðræðisvæðingu sem þó fólst í þeim. Þetta kemur að vísu ekkert á óvart, enda fulltrúarnir að fjalla um takmarkanir á þeirra eigin völdum, um sína eigin hagsmuni. Í Bresku Kólumbíu höfðu fulltrúarnir, stjórnmálamennirnir og flokkarnir, vit á því að færa ákvörðun um breytingar á kosningalöggjöfinni til slembivalsþings borgara. Enda höfðu flokkarnir beina hagsmuni af því hvernig kosningakerfið var uppbyggt. Sú tilraun heppnaðist vel og var það samdóma álit allra hlutaðeigandi að vinna slembivalsþingsins hafi verið til fyrirmyndar. Hérlendis reyndum við okkar eigin tilraun með Stjórnlagaráði sem skilaði af sér vönduðum tillögum, sérstaklega í ljósi þess alltof stutta tíma sem því var skammtaður. Þær tillögur liggja nú hjá þinginu og hafa margir áhyggjur af því að dregið verði úr þeirri fremur hófsömu lýðræðisvæðingu sem í tillögum Stjórnlagaráðs er að finna. Enda eru það beinir hagsmunir fulltrúaræðisins, flokksræðisins, að viðhalda sem mestum völdum hjá sjálfu sér. Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fram fjölmargar tillögur að breytingum sem miða að auknu lýðræði og byggja á vel heppnuðum tilraunum í öðrum löndum. Félagið krefst þess að fulltrúar almennings taki nú þegar til óspilltra málanna við að lýðræðisvæða samfélagsgerð okkar. Við eigum það öll skilið. Upplýsingar um tillögur Öldu er að finna á alda.is.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun