Viðskipti erlent

Gates hjónin stofna banka fyrir fátæka

Bill Gates annar auðugasti maður heimsins og Melinda eiginkona hans ætla að verja 500 milljónum dollara eða hátt í 60 milljörðum króna á næstu tveimur árum í að koma á fót banka fyrir fólk sem engan aðgang hefur að bönkum eða lánastofunum.

Þetta kom fram í máli talsmanns góðgerðarstofnunnar þeirra hjóna á Davos ráðstefnunni í Sviss um helgina. Bankastarfsemin mun byggja á örlánum til fátæklinga og munu þeir m.a. geta stundað bankaviðskipti sín í gegnum farsíma.

Fyrstu útibúin verða sett upp í Kenía, Tansaníu og á Indlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×