Viðskipti erlent

Skotar vilja aflétta banni á haggis í Bandaríkjunum

Skotar reyna nú ákaft að fá Bandaríkjamenn til að aflétta innflutningsbanni á haggis einum af þjóðarréttum Skotlands.

Haggis líkist helst íslenskri lifrarpylsu en það er búið til úr lambalifur, hjörtum og lungum. Og þar stendur hnífurinn í kúnni því samkvæmt bandarísku matvælalöggjöfinni er bannað að selja matvæli þar í landi sem búin eru til úr lungum dýra.

Bann við sölu haggis hefrur verið í gildi í Bandaríkjunum í yfir 40 ár. Þessu vilja skosk yfirvöld breyta og í síðustu viku var sendinefnd á vegum bandaríkjastjórnar boðið til Skotlands til að ræða málið.

Þá var jafnframt haldið hátíðlegt svokallað Burns kvöld en þá borða Skotar haggis í kvöldmat til heiðurs Robert Burns þjóðarskáldi sínu.

Skotar telja að ef Bandaríkjamenn aflétti banni á haggis geti það þýtt hundruð milljón króna í auknar útflutningstekjur frá Skotlandi. Í Bandaríkjunum búa milljónir manna af skoskum uppruna og þeir muni örugglega kaupa haggis ef það stendur þeim til boða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×