Viðskipti erlent

Warren Buffet er bjartsýnn á framtíðina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Warren Buffet kvíðir engu.
Warren Buffet kvíðir engu. Mynd/ afp.
Milljarðamæringurinn Warren Buffet er hvergi nærri af baki dottinn í fjárfestingum sínum, þrátt fyrir að staðan á hlutabréfamörkuðum hafi verið vægast sagt skelfileg upp á síðkastið. Buffet heimsótti Kauphöllina í New York á föstudaginn. Við það tækifæri sagði hann í samtali við CNBC fréttastöðina að önnur kreppa í Bandaríkjunum væri ekki í augsýn. Hann sjálfur sæi marga fjárfestingamöguleika á hlutabréfamarkaði.

Berkshire Hathaway, sem er fjárfestingafélag í eigu Buffets, fjárfesti fyrir fjóra milljarða dala á þriðja ársfjórðungi. Það jafngildir 470 milljörðum króna. Buffet segir að eftir fimm eða tíu ár verði atvinnulífið og efnahagur í Bandaríkjunum miklu betri en núna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×