Innlent

Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets.

Fulltrúar E-listans greiddu atkvæði gegn tillögunni á fundinum. Þeir tilkynntu svo samstarfsflokknum, H-listanum, í gærkvöldi að ekki sé áhugi fyrir frekara samstarfi í bæjarstjórn.

Bergur Álfþórsson, fulltrúi E-lista, segir að margt þurfi að koma til ef breyting á að verða þar á og samstarfið verði tekið upp að nýju, meðal annars að krafa H-listans um að Suðurnesjalína tvö verði grafin í jörð í landi Voga verði dregin til baka.

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir að enginn möguleiki sé á að línan verði grafin í jörð í landi sveitarfélagsins. Kostnaðurinn við það verður um tólf til þrettán milljarðar.

„Fyrst og fremst vegna kostnaðar. Hlutverk Landsnets samkvæmt lögum er að byggja kerfið upp á hagkvæman og öruggan hátt. Það er samfélagslega stór ákvörðun að leggja línur í jörðu," segir Þórður.

Þórður segist vel skilja að sveitarfélög vilji sjá línur í vaxandi mæli í jörðu. Afleiðingin af því, væri það gert, hvað varðar gjaldskrá til almennra notenda og stórnotenda yrði þó slík að það myndi hafa umtalsverð áhrif hvað raforkureikning notenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×