Viðskipti erlent

Enn lækkanir í Asíu - versti mánuðurinn frá hruni

Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu fyrir lokun markaða í nótt sem þýðir að þegar litið er á þróunina yfir mánuðinn sem er að líða að ástandið hefur ekki verið verra á hlutabréfamörkuðum þar frá því þegar hrunið stóð sem hæst í Október 2008.

Allar líkur eru taldar á því að sama verði uppi á teningnum þegar markaðir í Evrópu opna í dag og að þessi september mánuður verði sá versti frá hruni í Evrópu einnig. Ástandið í Evrópu gerir fjárfesta í Asíu taugaóstyrka sem óttast að skuldavandi ríkja þar eigi eftir að fara úr böndunum og breiðast um heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×