Ákall til menntamálayfirvalda Svanborg R. Jónsdóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námssvið sem samþættir þekkingu margra námsgreina og þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg viðfangsefni á skapandi hátt. Ég hafði góða reynslu af að kenna nýsköpunarmennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem ég kenndi í grunnskóla og fannst mér þar nemendum með mismunandi getu og áhuga vera gefið tækifæri til að standa sig vel og taka virkan þátt í uppbyggingu eigin þekkingar á skapandi og skemmtilegan hátt sem bæði virti þeirra þekkingu og reynslu og ýtti undir þau að afla frekari þekkingar. Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá nemendur sem töldu sig ekki vera skapandi, gleyma því í nýsköpunarmennt og skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi. Menntamálayfirvöld voru svo framsýn og metnaðarfull að setja fram skólastefnu og aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 1999 sem birtist í námskránni um Upplýsinga- og tæknimennt og fól í sér nýja sýn á hvernig mætti gefa nemendum tækifæri til að hagnýta þekkingu sína og byggja hana enn frekar upp á skapandi hátt. Þessi sýn kom meðal annars fram í námssviðinu Nýsköpun og hagnýting þekkingar (les: nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Sú hugsun sem þar var kynnt hefur þó ekki komist til framkvæmda almennt í skólum en nýsköpunarmennt hefur þó verið framkvæmd í nokkrum íslenskum grunnskólum á þann hátt sem hún var hugsuð. Í núverandi endurskoðun námskrár virðast menntamálayfirvöld ætla að gera þau reginmistök að gleyma (viljandi eða óviljandi) nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem þau hafa ekki skipað starfshóp til að sjá um endurskoðun þess kafla í námskránni (eða að móta sérstaka námskrá) og hefur þessu mikilvæga sviði verið kastað á milli námskrárhópanna sem hafa nógu miklið vald og virðingu til að fá sérstaka umfjöllun. Nýsköpunar og frumkvöðlamennt er námssvið sem getur eflt getu nemenda til að hafa áhrif á eigið líf, persónulega, í starfi, til að skapa störf og til að hafa áhrif almennt í eigin samfélagi. Mér hefur stundum dottið í hug að núverandi menntamálayfirvöld séu feimin eða hafi djúpstæða óyrta andúð á orðinu „frumkvöðla“–mennt þar sem það tákni það sem miður fór í íslensku samfélagi og sé andstætt þeirra hugsjónum. Ég þekki þó kjarna þessa orðs í verki og veit að í stað þess má nota orðið „athafnafærni“ eða „geta til aðgerða“ sem lýsir þá í leiðinni þeirri hugsun að slík geta og færni sé sú sem þarf til að efla sjálfbæra hugsun og getu. Það er ein ástæða þess að ég vil kalla þetta „mennt“ þar sem hún þarf að fela í sér menntun sem elur upp siðferði og ábyrgðartilfinningu. Ég hvet því menntamálayfirvöld til að sinna þessu námssviði og byggja enn betur undir það en áður og bið þau að stíga þannig framfaraskref sem styður þá stefnu sem þau hafa mótað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svanborg R. Jónsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námssvið sem samþættir þekkingu margra námsgreina og þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg viðfangsefni á skapandi hátt. Ég hafði góða reynslu af að kenna nýsköpunarmennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem ég kenndi í grunnskóla og fannst mér þar nemendum með mismunandi getu og áhuga vera gefið tækifæri til að standa sig vel og taka virkan þátt í uppbyggingu eigin þekkingar á skapandi og skemmtilegan hátt sem bæði virti þeirra þekkingu og reynslu og ýtti undir þau að afla frekari þekkingar. Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá nemendur sem töldu sig ekki vera skapandi, gleyma því í nýsköpunarmennt og skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi. Menntamálayfirvöld voru svo framsýn og metnaðarfull að setja fram skólastefnu og aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 1999 sem birtist í námskránni um Upplýsinga- og tæknimennt og fól í sér nýja sýn á hvernig mætti gefa nemendum tækifæri til að hagnýta þekkingu sína og byggja hana enn frekar upp á skapandi hátt. Þessi sýn kom meðal annars fram í námssviðinu Nýsköpun og hagnýting þekkingar (les: nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Sú hugsun sem þar var kynnt hefur þó ekki komist til framkvæmda almennt í skólum en nýsköpunarmennt hefur þó verið framkvæmd í nokkrum íslenskum grunnskólum á þann hátt sem hún var hugsuð. Í núverandi endurskoðun námskrár virðast menntamálayfirvöld ætla að gera þau reginmistök að gleyma (viljandi eða óviljandi) nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem þau hafa ekki skipað starfshóp til að sjá um endurskoðun þess kafla í námskránni (eða að móta sérstaka námskrá) og hefur þessu mikilvæga sviði verið kastað á milli námskrárhópanna sem hafa nógu miklið vald og virðingu til að fá sérstaka umfjöllun. Nýsköpunar og frumkvöðlamennt er námssvið sem getur eflt getu nemenda til að hafa áhrif á eigið líf, persónulega, í starfi, til að skapa störf og til að hafa áhrif almennt í eigin samfélagi. Mér hefur stundum dottið í hug að núverandi menntamálayfirvöld séu feimin eða hafi djúpstæða óyrta andúð á orðinu „frumkvöðla“–mennt þar sem það tákni það sem miður fór í íslensku samfélagi og sé andstætt þeirra hugsjónum. Ég þekki þó kjarna þessa orðs í verki og veit að í stað þess má nota orðið „athafnafærni“ eða „geta til aðgerða“ sem lýsir þá í leiðinni þeirri hugsun að slík geta og færni sé sú sem þarf til að efla sjálfbæra hugsun og getu. Það er ein ástæða þess að ég vil kalla þetta „mennt“ þar sem hún þarf að fela í sér menntun sem elur upp siðferði og ábyrgðartilfinningu. Ég hvet því menntamálayfirvöld til að sinna þessu námssviði og byggja enn betur undir það en áður og bið þau að stíga þannig framfaraskref sem styður þá stefnu sem þau hafa mótað.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun