Ísland, ESB og LÍÚ Inga Sigrún Atladóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusambandið. Í þeim viðræðum er afar mikilvægt hagstæðir samningar náist um sjávarútvegsmál. Ísland hefur mikla sérstöðu meðal ESB ríkja í sjávarútvegsmálum og það væri ósanngjarnt og óeðlilegt að öðrum aðildarríkjum yrði veitt hlutdeild í veiðum innan okkar fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland eiga að vera skilyrðislaus þjóðareign og rétturinn til nýtingar á að vera íslensku þjóðarinnar. Saga okkar er mótuð af baráttu fyrir réttindum til umráða yfir hafinu í kringum landið. Þorskastríðin voru átakamál fyrir fólkið í landinu, þar börðust sjómenn og útgerðarmenn hatrammri baráttu og þorskastríðin voru hitamál í íslenskri pólitík. Það er siðferðileg og efnahagsleg skylda okkar að gefa þann rétt ekki til annarra þjóða. Það er mikilvægt að Evrópumálin séu rædd án upphrópana og ásakana – það á ekki síst við um sjávarútvegsmálin. Sjávarútvegurinn er mikið hagsmunamál Íslendinga og á honum mun afkoma okkar byggjast á komandi árum. Mikilvægt er að um þau mál náist sem breiðust samstaða. Það er ekki fordæmalaust innan ESB að aðildarríki haldi varanlega yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni. Árið 2004 hélt Malta sínum yfirráðum í aðildarsamningi. Þó slíkir samningar séu varanlegir er rétt sem bent hefur verið á að allt getur tekið breytingum í tímans rás. Stefna ESB er alltaf að breytast og samninganefndin verður að tryggja að ekki verði hægt að þvinga okkur til breytinga sem yrðu íslenskum sjávarútvegi óhagstæðar. Mín skoðun er sú að Íslendingar geti ekki undir neinum kringumstæðum gefið eftir yfirráðarétt í íslenskri landhelgi. Ég tel að farsælt sé að reyna að ná þverpólitískri samstöðu um að þvingað afsal þessara réttinda kallaði á úrsögn Íslands úr bandalaginu. Í því samhengi má geta þess að árið 2009 var staðfest í Lissabonsáttmálanum leið til útgöngu úr ESB. Það tel ég vera mikilvægt fyrir sjálfræði aðildarríkjanna. Aðild að ESB er hagsmunamál fyrir Íslendinga, fullur aðgangur að Evrópumarkaði og nýr gjaldmiðill eru nauðsynlegir til að styrkja rekstrar- og skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Útgerðarmenn reka fyrirtæki og því er ESB líka hagsmunamál fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef einungis er horft til áhrifa útvegsmanna á stjórnun fiskveiða mun hagur þeirra ekki batna við aðild. Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast hagsmunaaðila og hún mun verða reglubundnari. Það er mín skoðun að þar felist ekki hagsmunir íslensku þjóðarinnar, þar felast hagsmunir LÍÚ.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun