Handbolti

Ólafur: Við vildum meira

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar

Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði.

"Nei, ég er ekki meiddur. Ég gíraði mig í gang ef Spánn skyldi tapa. Það gerðist ekki. Við ákváðum þá að ég myndi hvíla þar sem ég hef verið í vandræðum með hnéð á mér," sagði Ólafur.

"Þetta var flottur slagur samt. Milliriðillinn er mikil vonbrigði. Vorum heppnir í dag með úrslit. Á endanum er ekki svo slæmt að spila um fimmta til sjötta sæti en auðvitað vildum við meira.

"Mér líst vel á Króatana. Ég veit ekki alveg hvað er í húfi en það kemur í ljós. Í heildina er þetta ekki svo slæm keppni. Botninn datt úr þessu í Þjóðverjaleiknum," sagði Ólafur.

Boltavaktin á visir.is - markaskorarar og markvarslan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×