Hrávöruverð kyndir undir verðbólgu og vaxtahækkanir 25. janúar 2011 12:41 Hækkandi verð á matvörum, olíu og öðrum hrávörum kyndir undir aukna verðbólgu og hækkandi vexti víða í heiminum. Hagkerfi nokkrurra stórra landa á borð við Kína, Rússland og Brasilíu eru við að ofhitna og þeirri ofhitnun verður mætt með hækkandi vöxtum. Seðlabanki Kína hefur þegar hækkað stýrivexti sína tvisvar á skömmum tíma. Í umfjöllun Jyllands Posten um málið segir að staðan innan ESB flæki málin töluvert sérstaklega hvað evrusvæðið varðar. Evrusvæðið er raunar klofið í herðar niður þar sem annarsvegar eru mjög skuldsett lönd sem þola ekki frekari vaxtahækkanir og síðan lönd á borð við Þýskaland sem munar ekki mikið um hækkandi vexti. Jean Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópu gerir verðbólguna að umtalsefni í viðtali við Wall Street Jounal. Verðbólgan innan sambandsins er komin í 2,2% að meðaltali sem er yfir settum 2% viðmiðunarmörkum. Á Trichet er að skilja að hann muni beita vaxtahækkunum til að ná verðbólgunni niður þótt þær hækkanir muni koma verulega við kaunin á löndum eins og Grikklandi og Írlandi. Trichet segir að baráttan við að halda verðbólgunni í skefjum sé mikilvægari en tillit sé tekið til skuldsettustu landanna. Benda megi á að sérfræðingar spái því að verðbólgan innan ESB sé að færast í aukana og nái brátt 2,5%. Helsti ótti evrópska seðlabankans (ECB) er að vaxandi verðbólga muni leiða til aukinna launahækkana sem aftur skerða samkeppnishæfni landanna innan ESB. Trichet segir að ECB muni ekki sætta sig við slíka þróun. Hækkandi verð á matvælum kemur sér illa fyrir almenning í nýmarkaðslöndum og fátækari löndum. Þannig noti fjölskyldur í þessum löndum að jafnaði 19% af tekjum sínum til matvælakaupa en í Bandaríkjunum t.d. er hlutfallið 6% af tekjunum. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hækkandi verð á matvörum, olíu og öðrum hrávörum kyndir undir aukna verðbólgu og hækkandi vexti víða í heiminum. Hagkerfi nokkrurra stórra landa á borð við Kína, Rússland og Brasilíu eru við að ofhitna og þeirri ofhitnun verður mætt með hækkandi vöxtum. Seðlabanki Kína hefur þegar hækkað stýrivexti sína tvisvar á skömmum tíma. Í umfjöllun Jyllands Posten um málið segir að staðan innan ESB flæki málin töluvert sérstaklega hvað evrusvæðið varðar. Evrusvæðið er raunar klofið í herðar niður þar sem annarsvegar eru mjög skuldsett lönd sem þola ekki frekari vaxtahækkanir og síðan lönd á borð við Þýskaland sem munar ekki mikið um hækkandi vexti. Jean Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópu gerir verðbólguna að umtalsefni í viðtali við Wall Street Jounal. Verðbólgan innan sambandsins er komin í 2,2% að meðaltali sem er yfir settum 2% viðmiðunarmörkum. Á Trichet er að skilja að hann muni beita vaxtahækkunum til að ná verðbólgunni niður þótt þær hækkanir muni koma verulega við kaunin á löndum eins og Grikklandi og Írlandi. Trichet segir að baráttan við að halda verðbólgunni í skefjum sé mikilvægari en tillit sé tekið til skuldsettustu landanna. Benda megi á að sérfræðingar spái því að verðbólgan innan ESB sé að færast í aukana og nái brátt 2,5%. Helsti ótti evrópska seðlabankans (ECB) er að vaxandi verðbólga muni leiða til aukinna launahækkana sem aftur skerða samkeppnishæfni landanna innan ESB. Trichet segir að ECB muni ekki sætta sig við slíka þróun. Hækkandi verð á matvælum kemur sér illa fyrir almenning í nýmarkaðslöndum og fátækari löndum. Þannig noti fjölskyldur í þessum löndum að jafnaði 19% af tekjum sínum til matvælakaupa en í Bandaríkjunum t.d. er hlutfallið 6% af tekjunum.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira