Samfélag án aðgreiningar, virðum mannréttindi Grétar Pétur Geirsson skrifar 7. október 2011 06:00 Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar