Vill forðast að löggan skipti sér af hópum sem berjast í grasótarstarfi 24. október 2011 11:56 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. „Innanríkisráðherra skýrði frá því hvernig íslensk stjórnvöld vildu aðgreina eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi annars vegar og andófi sem ætti sér pólitískar og þar með lýðræðislegar rætur hins vegar,“ segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. „Í því samhengi væri mikilvægt að forðast að lögregla hefði afskipti af hópum sem berðust í margvíslegu grasótarstarfi og væri slæmt til þess að vita að lögregluyfirvöld í Evrópu hefðu grafið um sig í slíku starfi eins og upplýst hefði verið í fjölmiðlum. Þá var rætt um landamæravörslu og stöðu innflytjendamála. Fram kom að Bretar hafa engin áform uppi um aðkomu að Schengen samstarfinu.“ Þá er þess getið að Ögmundur átti einnig fundi með þeim þingmönnum í breska þinginu sem sérstaklega hafa lagt sig eftir góðu samstarfi við Ísland. Þetta eru þau Fabian Hamilton, Austin Mitchell, Megg Munn, Angus MacNeil og Andrew Rosindell sem, að Andrew undanskildum, komu hingað til lands síðastliðið sumar til viðræðna við íslenska ráðherra og þingmenn. Þá ræddi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við aðra þingmenn sem gegna lykilstöðum og hafa með höndum stefnumótun. „Þetta voru afar gagnlegar og fróðlegar viðræður. Ég mætti engu öðru en mikilli vinsemd gagnvart Íslandi og Íslendingum. Mér virðist Bretum vera umhugað að skapa gott andrúmsloft á milli þjóðanna og var ég með heimsókn minni að þiggja boð sem staðið hefur frá því bresku þingmennirnir komu hingað í sumar til viðræðna við okkur. Ég á von á áþekkri heimsókn frá breskum þingmönnum að nýju á komandi ári. Þess má einnig geta að í þessari heimsókn notaði ég tækifærið og ræddi við fulltrúa úr atvinnulífinu sem sérhæfa sig í verkefnum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa." Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. „Innanríkisráðherra skýrði frá því hvernig íslensk stjórnvöld vildu aðgreina eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi annars vegar og andófi sem ætti sér pólitískar og þar með lýðræðislegar rætur hins vegar,“ segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. „Í því samhengi væri mikilvægt að forðast að lögregla hefði afskipti af hópum sem berðust í margvíslegu grasótarstarfi og væri slæmt til þess að vita að lögregluyfirvöld í Evrópu hefðu grafið um sig í slíku starfi eins og upplýst hefði verið í fjölmiðlum. Þá var rætt um landamæravörslu og stöðu innflytjendamála. Fram kom að Bretar hafa engin áform uppi um aðkomu að Schengen samstarfinu.“ Þá er þess getið að Ögmundur átti einnig fundi með þeim þingmönnum í breska þinginu sem sérstaklega hafa lagt sig eftir góðu samstarfi við Ísland. Þetta eru þau Fabian Hamilton, Austin Mitchell, Megg Munn, Angus MacNeil og Andrew Rosindell sem, að Andrew undanskildum, komu hingað til lands síðastliðið sumar til viðræðna við íslenska ráðherra og þingmenn. Þá ræddi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við aðra þingmenn sem gegna lykilstöðum og hafa með höndum stefnumótun. „Þetta voru afar gagnlegar og fróðlegar viðræður. Ég mætti engu öðru en mikilli vinsemd gagnvart Íslandi og Íslendingum. Mér virðist Bretum vera umhugað að skapa gott andrúmsloft á milli þjóðanna og var ég með heimsókn minni að þiggja boð sem staðið hefur frá því bresku þingmennirnir komu hingað í sumar til viðræðna við okkur. Ég á von á áþekkri heimsókn frá breskum þingmönnum að nýju á komandi ári. Þess má einnig geta að í þessari heimsókn notaði ég tækifærið og ræddi við fulltrúa úr atvinnulífinu sem sérhæfa sig í verkefnum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa."
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira