Viðskipti erlent

Milljónir lögðu niður vinnu á Ítalíu

Hugmyndir Berlusconis forsætisráðherra fá ekki mikinn hljómgrunn hjá launþegum landsins.
Hugmyndir Berlusconis forsætisráðherra fá ekki mikinn hljómgrunn hjá launþegum landsins. Mynd/AP
Milljónir ítalskra launþega hafa lagt niður vinnu í dag til þess að mótmæla niðurskurðaráformum ítalskra stjórnvalda. Flugferðum hefur verið aflýst, lestir og strætisvagnar hafa ekki hreyfst úr stað og opinberar stofnanir hafa verið lokaðir í allan dag.

Ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar en ætlunin er að skera niður um 45 milljarða evra. Það sem fer þó verst í forsvarsmenn verkalýðsfélaga eru ný áform um að gera það auðveldara fyrir fyrirtæki að segja upp starfsmönnum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×