Innlent

Microsoft vill ekki opna gagnaver á Íslandi af tæknilegum ástæðum

Einhvernveginn svona líta gagnaver út. Myndin er úr safni.
Einhvernveginn svona líta gagnaver út. Myndin er úr safni.
Bloggfréttamaðurinn Tom Foremski skrifaði færslu í dag þar sem greint var frá því að Microsoft hefði ákveðið að opna ekki gagnaver hér á landi þar sem tími sem líður frá þvi að stýriverk tölvunnar biður um gögn þangað til byrjað er að senda gögnin, er of mikill að mati sérfræðinga fyrirtækisins. Sem sagt af tæknilegum ástæðum.

Microsoft ætlar því ekki að opna gagnver í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá stórum byggðum.

Athygli vekur hinsvegar að fréttamaðurinn Tom, sem áður var sérfræðingur um tæknimál og viðskipti þeim tengdum hjá Financial Times, segir sama vandamál ekki eiga við varðandi netpóstþjónustu.

Hann spyr því hvort það verði ekki meiriháttar hagsmunamál póstþjónustuaðila á netinu að nýta sér umhverfisvæna orku eins og á Íslandi.

Þannig spyr Tom: „Hvort mynduð þið frekar nota Grænpóst (e. Greenmail) eða Heitpóst (e. Hotmail)."

Þess má geta að Guðmundar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Farice, sagði í viðtali við Fréttablaðiðið um miðjan febrúar, að erlendir hátæknir­isar á borð við Yahoo, Microsoft og Google hefðu lýst yfir áhuga á að reisa hér gagnaver og hefðu stefnt á að þau myndu rísa á næstu tveimur til þremur árum. Ekki er ljóst hvort Yahoo eða Google vilji enn opna gagnver hér á landi.

Þá sagði Guðmundur að helsti þröskuldurinn á sínum tíma, sem talinn var geta staðið í vegi fyrir uppbyggingu gagnavera, var ótryggt netsamband Íslands við umheiminn.

Guðmundur hjá Farice sagði öryggið hafa stórbatnað frá því þetta var.

Sæstrengirnir eru nú orðnir tveir auk þess sem fyrirtækið hafi síðastliðin tvö ár einnig haft aðgang að Greenland Connect, sæstreng Tele Greenland sem liggur á milli Íslands, Grænlands og Kanada og kemur á land í Landeyjum eins og Danice-strengurinn. Detti niður tenging á einum streng taki annar við.

„Ísland er nú mjög vel tengt við umheiminn og getur þjónað ýmiss konar starfsemi," sagði Guðmundur. Það virðist þó ekki nægja Microsoft samkvæmt fréttasíðu Tom Foremski.


Tengdar fréttir

Gagnaverin farin að láta vita af sér á ný

Áhugi þeirra sem vildu reisa hér gagnaver hefur lifnað við á ný eftir doða í kreppunni. Undanþágur frá virðisaukaskatti og samræming skattareglna um starfsemi gagnavera innan aðildarríkja Evrópusambandsins hafa orðið til að glæða lífi í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×