Innlent

Fundað um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness

Ásgerður Halldórsdóttir.
Ásgerður Halldórsdóttir.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar funda nú um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness vegna eineltismáls sem þar kom upp fyrir um ári síðan.

Fundurinn er lokaður en ekki er ljóst hvort ákvörðun um framtíð bæjarstjórans, Ásgerðar Halldórsdóttur, verði tekin á fundinum, en framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, Ólafur Melsted, hefur verið frá vinnu vegna eineltismáls í rúmt ár.

Hann sakar bæjarstjórann um að leggja sig í einelti og það styðja dómskvaddir matsmenn, sálfræðingar, sem skoðuðu málið.

Á miðvikudaginn í síðustu viku fékk bæjarstjórn bréf frá lögmanni framkvæmdastjórans, þar sem greint var frá því að Ólafur krefjist þess að bæjarstjórinn víki.

Í því kemur fram að tveir dómskvaddir matsmenn telja að Ásgerður hafi sýnt Ólafi ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi sem stjórnandi.

Fjölmiðla fengu ekki aðgang að fundinum en nánar verður greint frá honum í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×