Innlent

Sjúklingum með skorpulifur fjölgar verulega

Mikil fjölgun sjúklinga með skorpulifur hér á landi hefur leitt til þess að Íslendingar eru ekki lengur með lægstu tíðni þessa sjúkdóms á Vesturlöndum, eins og verið hefur áratugum saman.

Þetta kemur meðal annars fram í fyrirlestri sem Sigurður Ólafsson, meltingar- og lifrarlæknir á Landspítalanum, heldur á ráðstefnu SÁÁ um rannsóknir á fíknisjúkdómum og fíkni tengdum sjúkdómum sem fram fer í Von á fimmtudaginn.

Fjallað er um málið á vefsíðu SÁÁ en að sögn Sigurðar má rekja þessa aukningu í fyrsta lagi til almennt aukinnar áfengisneyslu, í öðru lagi til afleiðingar lifrabólgu C sem aðallega hefur breiðst út meðal sprautufíkla og í þriðja lagi til aukinnar offitu og sykursýki.

Á síðasta ári greindust yfir 40 nýir sjúklingar með skorpulifur eða mun fleiri en áður. Beint samhengi er á milli áfengisneyslu og skorpulifrar en áfengisneysla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og því fyrirséð að skorpulifrar tilfellum myndi fjölga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×