Enski boltinn

Cole ætlar að ljúka ferlinum hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ashley Cole, bakvörður Chelsea, hefur hug á því að ljúka knattspyrnuferli sínum í búningi Chelsea. Cole er orðinn 31 árs gamall.

Hann hefur oft verið orðaður við Real Madrid en hingað til hefur hann haldið tryggð við Lundúnafélagið.

"Síðasta tímabil voru vonbrigði en við stefnum á að vinna eitthvað næsta tímabil. Ég á mörg ár eftir í boltanum og vil spila með þessu félagi sem keppir um alla bikara ár eftir ár," sagði Cole.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×