Enski boltinn

Gerrard fær ekki að skíra barnið sitt Átta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard-hjónin.
Gerrard-hjónin.
Alex Gerrard, eiginkona Steven Gerrard, hefur meinað eiginmanni sínum að skíra ófætt barn þeirra Eight eða átta. Eins og kunnugt er þá skírði David Beckham nýfædda dóttir sína Harper Seven.

Beckham lék lengi vel í treyju númer sjö en Gerrard leikur í treyju númer átta.

"Ef hann vill nota treyjunúmerið sitt sem nafn þá segi ég nei," sagði Alex ákveðin.

Þau hjónin eiga von á sínu þriðja barni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×