Enski boltinn

Redknapp vill fá Adebayor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur nú beint spjótum sínum að framherjanum Emmanuel Adebayor. Hann vill fá leikmanninn frá Man. City og útilokar ekki lánssamning.

Adebayor á enga framtíð hjá City og þrátt fyrir loforð um annað hefur Real Madrid ekki enn gert tilboð í leikmanninn.

Tottenham gæti því nælt í framherjann sem Redknapp hefur lengi verið hrifinn af.

"Stjórnarformaðurinn er búinn að vera í einhverjum viðræðum. Ég veit ekki hvað gerist en við höfum áhuga," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×