Enski boltinn

Tevez fer ekki til Corinthians

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað er nú orðið ljóst að ekkert verður af því Carlos Tevez gangi í raðir brasilíska liðsins Corinthians.

Forráðamenn Man. City töldu sig hafa náð samkomulagi við Corinthians sem hefur dregið í land. Félagið segir ekki hægt að ná samkomulagi við City um kaupverð.

Félagaskiptaglugginn í Brasilíu lokar í dag og Tevez fer því aldrei þangað fyrr en í janúar í fyrsta lagi. Það er að segja ef áframhaldandi viðræður verða um kaup á leikmanninum.

Ekkert annað félag hefur gert formlegt tilboð í Tevez enda ansi hár verðmiði á leikmanninum sem þess utan vill nánast skipta um félag árlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×