Erlent

Ólöglegur erindreki Pakistans

Asif Ali Zardari, forseti Pakistans.
Asif Ali Zardari, forseti Pakistans. Mynd/AP
Pakistönsk stjórnvöld létu milljónir dollara renna til samtaka í Bandaríkjunum. Þau áttu að reyna að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í málefnum tengdum Pakistan.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, sakar forsprakka Kasmír-bandaríska ráðsins um að vera óskráður erindreki pakistanskra stjórnvalda, og hafa með ólöglegum hætti fengið árlega 500 til 700 þúsund Bandaríkjadali frá Pakistan árum saman. Pakistönsk stjórnvöld segja ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×