Keflavík bikarmeistari í tólfta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 15:28 Mynd/Daníel Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira