Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH 19. febrúar 2011 09:11 Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til fyrir skömmu. Endanlega var gengið frá sölunni í síðasta mánuði. Skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn fengu 250 milljónir evra við undirskriftin á sölusamningnum. Sú upphæð er helmingur þeirra 500 milljóna evra sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008. Ekki er gott að sjá hvort salan á FIH muni standa undir öllu láni Seðlabankans þar sem stór hluti af því sem eftir stendur er bundinn við árangur FIH fram til ársins 2014. Hinsvegar hefur bónusákvæði í sölusamningum þegar gefið af sér um 20 milljarða kr. Þar er átt við hlut FIH í áhættusjóðnum Axcel III en markaðsskráning sjóðsins á skartgripafyrirtækinu Pandóru gaf þá upphæð af sér. Á þessu ári munu 13,8 milljarðar danskra kr. eða um 280 milljarðar kr. af þessum ábyrgðum renna út. Þessa upphæð þarf FIH að fá endurlánað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hinsvegar gerir lánshæfiseinkunnin það að verum að þau endurlán verða líklega með mun hærri vöxtum en lánin sem ríkisábyrgðin var að baki. FIH bankinn segir sjálfur að hann ætli að mæta þessum vanda með því að selja óskráð hlutabréf í sinni eigu og jafnframt að losa sig við stóran hluta af fasteignalánum sínum. Það eru einkum lán til fasteignafélaga sem hafa vegið þungt í afskrifarþörfum bankans undanfarin tvö ár. Þá má ekki gleyma því að núverandi eigendur FIH eru með mjög djúpa vasa. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA eiga saman 70% hlut, þar af á ATP 50%. Nýleg löggjöf hefur svo auðveldað þessum sjóðum að leggja bankanum til aukið fé. Henrik Sjögreen bankastjóri FIH er nokkuð brattur í samtali við Berlingske Tidende. Hann segir að bankinn hafi stjórn á vandanum og reikni með að lánshæfiseinkunn bankans muni batna á næstu fjórum til fimm ársfjórðungum. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til fyrir skömmu. Endanlega var gengið frá sölunni í síðasta mánuði. Skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn fengu 250 milljónir evra við undirskriftin á sölusamningnum. Sú upphæð er helmingur þeirra 500 milljóna evra sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008. Ekki er gott að sjá hvort salan á FIH muni standa undir öllu láni Seðlabankans þar sem stór hluti af því sem eftir stendur er bundinn við árangur FIH fram til ársins 2014. Hinsvegar hefur bónusákvæði í sölusamningum þegar gefið af sér um 20 milljarða kr. Þar er átt við hlut FIH í áhættusjóðnum Axcel III en markaðsskráning sjóðsins á skartgripafyrirtækinu Pandóru gaf þá upphæð af sér. Á þessu ári munu 13,8 milljarðar danskra kr. eða um 280 milljarðar kr. af þessum ábyrgðum renna út. Þessa upphæð þarf FIH að fá endurlánað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hinsvegar gerir lánshæfiseinkunnin það að verum að þau endurlán verða líklega með mun hærri vöxtum en lánin sem ríkisábyrgðin var að baki. FIH bankinn segir sjálfur að hann ætli að mæta þessum vanda með því að selja óskráð hlutabréf í sinni eigu og jafnframt að losa sig við stóran hluta af fasteignalánum sínum. Það eru einkum lán til fasteignafélaga sem hafa vegið þungt í afskrifarþörfum bankans undanfarin tvö ár. Þá má ekki gleyma því að núverandi eigendur FIH eru með mjög djúpa vasa. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA eiga saman 70% hlut, þar af á ATP 50%. Nýleg löggjöf hefur svo auðveldað þessum sjóðum að leggja bankanum til aukið fé. Henrik Sjögreen bankastjóri FIH er nokkuð brattur í samtali við Berlingske Tidende. Hann segir að bankinn hafi stjórn á vandanum og reikni með að lánshæfiseinkunn bankans muni batna á næstu fjórum til fimm ársfjórðungum.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira