Hvaða framandi lífverur eru umhverfisvandamál á Íslandi? Sautján manna hópur skógfræðinga og annarra fræðimanna skrifar 21. febrúar 2011 06:00 Hópur fjórtán vistfræðinga mundar stílvopnið í grein í Fréttablaðinu þann 20. janúar síðastliðinn, undir yfirskriftinni „Ágengar framandi lífverur eru umhverfisvandamál". Með tilvísun í alþjóðasamninga, einkum samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, telja vistfræðingarnir sig hafa í höndunum þá heilögu ritningu sem þeim sé best treystandi til að skrifa ritningarskýringar við. Samningur sá feli í sér afsal á fullveldi þjóðríkisins og skuldbindi íslensku þjóðina í reynd til að vernda það sem við öllum okkar blasir: (1) líffræðilega fábreytni, (2) nær algjört skógleysi, (3) gríðarlegt jarðvegsrof, (4) víðáttumiklar manngerðar auðnir, (5) einsleit og rýr beitilönd. Tæplega er það þetta sem upphafsmenn umrædds alþjóðasamnings höfðu í hyggju að helst bæri að vernda á hnattræna vísu, eða hvað? Inngangskafli og megingreinar samningsins segja allt annað. Eða eru vegir Guðs svona órannsakanlegir og ófyrirsjáanlegir? Eða þurfum við betri ritningarskýringar? Vistfræðingarnir 14 beina spjótum sínum sérstaklega að „talsmönnum garðyrkju og skógræktar" og ýja að því að þessum fulltrúum ræktunarfólks sé mjög áfram um að hingað berist og taki sér bólfestu hvers kyns ófögnuður á borð við spánarsnigil, mink og skógarkerfil. Því er fljótsvarað: Hér er á ferðinni alvarlegur misskilningur eða það sem verra er – vísvitandi útúrsnúningur. Þótt ræktunarfólk álíti að íslensk, manngerð þurrlendisvistkerfi megi alveg við aukinni tegundafjölbreytni og framleiðni, er sama fólk vandfýsið á nýbúa í lífríkinu. Ræktunarfólk vill fremur að takmörkuðum kröftum og fjármunum sé varið í aðgerðir gegn þeim lífverum sem líklegar eru til að valda tilfinnanlegu og mælanlegu tjóni, hugsanlega á tegundafjölbreytni landsins (sem er fremur ólíklegt) , en þó aðallega þeim skaða sem þær geta valdið á ræktunarstarf landsmanna og á heilsu fólks. Það er út í hött að drótta því að skógræktar- og garðyrkjufólki að það vilji engar hömlur hafa á innflutningi lífvera með því að leggjast gegn umræddu frumvarpi. Fáum er meir í mun að hingað berist ekki til lands óværa, sjúkdómar eða leiðindaplöntur en ræktunarfólki. Það er best gert með raunhæfum sértækum vörnum gegn þekktum sjúkdómum og plágum, en fordómar og bannhyggja gegn framandleika almennt með skírskotun til landfræðilegs uppruna tegunda skilar engum árangri og er fáránleg. Athyglisvert er að á lista yfir hættulegar ágengar tegundir hér á landi sem sendur hefur verið skrifstofu sáttmálans um líffjölbreytni án samráðs við nokkra ábyrga aðila eru allar helstu innfluttar tegundir sem nú eru notaðar í skógrækt og þar að auki lágvaxin, saklaus en nytsöm belgjurt -maríuskór - sem ekki er nú þekkt fyrir frekju né líkleg til stórræða í tegundaútrýmingu. Sá listi er ekki í neinum tengslum við raunverulega ágengni tegunda en uppljóstrar e.t.v. um markmið þeirra sem vilja almennt bann á allar innfluttar tegundir. Sannleikurinn er nefnilega sá að frumvarpið til breytinga á nokkrum völdum köflum náttúruverndarlaga, sem sumir fjórtánmenninganna áttu þátt í að semja, breyta alls engu um hættuna á innflutningi skaðlegra lífvera. Spánarsnigillinn barst hingað með innfluttu grænmeti eða öðrum varningi, en frumvarpið nýja felur ekki í sér hert og aukið eftirlit með slíkum innflutningi. Innflutningur minks eða annarra loðdýra og annars búfjár fellur undir lög um búfjárhald (2002/nr. 103) og er beinlínis undanþeginn bannákvæðum í frumvarpinu. Skógarkerfillinn barst að öllum líkindum með sáðgresisfræi til túnræktar og gerir eflaust enn með reglulegu millibili eins og þistlar og fleiri tegundir sem hingað berast með þessum hætti. Í frumvarpsdrögunum er sérstaklega kveðið á um að undanþágulisti frá lögunum verði settur með reglugerð og líklegt er að þar verði helstu tegundir innfluttra túngrasa. Frumvarpið, verði það að lögum, mun því engu breyta um innflutningstækifæri þeirra tegunda óværu, illgresis og rándýra hverra landnám ætti helst að halda vöku fyrir fjórtánmenningunum og e.t.v. fleiri landsmönnum. Önnur grein um sama efni bíður birtingar.Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, skóg- og erfðafræðingur, formaður Skógfræðingafélags Íslands;Dr. Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins, (SR);Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands (G.Í);Dr. Alexander Robertson, skógfræðingur, prófessor emeritus;Barbara Stanzeit, líffræðingur, fræmeistari G.Í;Björn B. Jónsson, skógfræðingur; framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (LSE);Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur; framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands (SÍ);Dr. Dóra Lúðvíksdóttir, læknir;Edda Björnsdóttir, formaður LSE;Einar Gunnarsson, skógfræðingur, SÍ;Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur, varaformaður GÍ;Jón Loftsson, skógfræðingur, skógræktarstjóri, SR;Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur, formaður SÍ;Ragnhildur Freysteinsdóttir, umhverfisfræðingur, SÍ;Sigríður Hjartar, lyfja- og sagnfræðingur, fv. formaður GÍ;Valborg Einarsdóttir, garðyrkjufræðingur, framkvæmdastjóri, GÍ;Dr. Ragnar Árnason, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hópur fjórtán vistfræðinga mundar stílvopnið í grein í Fréttablaðinu þann 20. janúar síðastliðinn, undir yfirskriftinni „Ágengar framandi lífverur eru umhverfisvandamál". Með tilvísun í alþjóðasamninga, einkum samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, telja vistfræðingarnir sig hafa í höndunum þá heilögu ritningu sem þeim sé best treystandi til að skrifa ritningarskýringar við. Samningur sá feli í sér afsal á fullveldi þjóðríkisins og skuldbindi íslensku þjóðina í reynd til að vernda það sem við öllum okkar blasir: (1) líffræðilega fábreytni, (2) nær algjört skógleysi, (3) gríðarlegt jarðvegsrof, (4) víðáttumiklar manngerðar auðnir, (5) einsleit og rýr beitilönd. Tæplega er það þetta sem upphafsmenn umrædds alþjóðasamnings höfðu í hyggju að helst bæri að vernda á hnattræna vísu, eða hvað? Inngangskafli og megingreinar samningsins segja allt annað. Eða eru vegir Guðs svona órannsakanlegir og ófyrirsjáanlegir? Eða þurfum við betri ritningarskýringar? Vistfræðingarnir 14 beina spjótum sínum sérstaklega að „talsmönnum garðyrkju og skógræktar" og ýja að því að þessum fulltrúum ræktunarfólks sé mjög áfram um að hingað berist og taki sér bólfestu hvers kyns ófögnuður á borð við spánarsnigil, mink og skógarkerfil. Því er fljótsvarað: Hér er á ferðinni alvarlegur misskilningur eða það sem verra er – vísvitandi útúrsnúningur. Þótt ræktunarfólk álíti að íslensk, manngerð þurrlendisvistkerfi megi alveg við aukinni tegundafjölbreytni og framleiðni, er sama fólk vandfýsið á nýbúa í lífríkinu. Ræktunarfólk vill fremur að takmörkuðum kröftum og fjármunum sé varið í aðgerðir gegn þeim lífverum sem líklegar eru til að valda tilfinnanlegu og mælanlegu tjóni, hugsanlega á tegundafjölbreytni landsins (sem er fremur ólíklegt) , en þó aðallega þeim skaða sem þær geta valdið á ræktunarstarf landsmanna og á heilsu fólks. Það er út í hött að drótta því að skógræktar- og garðyrkjufólki að það vilji engar hömlur hafa á innflutningi lífvera með því að leggjast gegn umræddu frumvarpi. Fáum er meir í mun að hingað berist ekki til lands óværa, sjúkdómar eða leiðindaplöntur en ræktunarfólki. Það er best gert með raunhæfum sértækum vörnum gegn þekktum sjúkdómum og plágum, en fordómar og bannhyggja gegn framandleika almennt með skírskotun til landfræðilegs uppruna tegunda skilar engum árangri og er fáránleg. Athyglisvert er að á lista yfir hættulegar ágengar tegundir hér á landi sem sendur hefur verið skrifstofu sáttmálans um líffjölbreytni án samráðs við nokkra ábyrga aðila eru allar helstu innfluttar tegundir sem nú eru notaðar í skógrækt og þar að auki lágvaxin, saklaus en nytsöm belgjurt -maríuskór - sem ekki er nú þekkt fyrir frekju né líkleg til stórræða í tegundaútrýmingu. Sá listi er ekki í neinum tengslum við raunverulega ágengni tegunda en uppljóstrar e.t.v. um markmið þeirra sem vilja almennt bann á allar innfluttar tegundir. Sannleikurinn er nefnilega sá að frumvarpið til breytinga á nokkrum völdum köflum náttúruverndarlaga, sem sumir fjórtánmenninganna áttu þátt í að semja, breyta alls engu um hættuna á innflutningi skaðlegra lífvera. Spánarsnigillinn barst hingað með innfluttu grænmeti eða öðrum varningi, en frumvarpið nýja felur ekki í sér hert og aukið eftirlit með slíkum innflutningi. Innflutningur minks eða annarra loðdýra og annars búfjár fellur undir lög um búfjárhald (2002/nr. 103) og er beinlínis undanþeginn bannákvæðum í frumvarpinu. Skógarkerfillinn barst að öllum líkindum með sáðgresisfræi til túnræktar og gerir eflaust enn með reglulegu millibili eins og þistlar og fleiri tegundir sem hingað berast með þessum hætti. Í frumvarpsdrögunum er sérstaklega kveðið á um að undanþágulisti frá lögunum verði settur með reglugerð og líklegt er að þar verði helstu tegundir innfluttra túngrasa. Frumvarpið, verði það að lögum, mun því engu breyta um innflutningstækifæri þeirra tegunda óværu, illgresis og rándýra hverra landnám ætti helst að halda vöku fyrir fjórtánmenningunum og e.t.v. fleiri landsmönnum. Önnur grein um sama efni bíður birtingar.Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, skóg- og erfðafræðingur, formaður Skógfræðingafélags Íslands;Dr. Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins, (SR);Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands (G.Í);Dr. Alexander Robertson, skógfræðingur, prófessor emeritus;Barbara Stanzeit, líffræðingur, fræmeistari G.Í;Björn B. Jónsson, skógfræðingur; framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (LSE);Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur; framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands (SÍ);Dr. Dóra Lúðvíksdóttir, læknir;Edda Björnsdóttir, formaður LSE;Einar Gunnarsson, skógfræðingur, SÍ;Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur, varaformaður GÍ;Jón Loftsson, skógfræðingur, skógræktarstjóri, SR;Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur, formaður SÍ;Ragnhildur Freysteinsdóttir, umhverfisfræðingur, SÍ;Sigríður Hjartar, lyfja- og sagnfræðingur, fv. formaður GÍ;Valborg Einarsdóttir, garðyrkjufræðingur, framkvæmdastjóri, GÍ;Dr. Ragnar Árnason, prófessor við Hagfræðideild HÍ.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun