Ábyrgð fréttakonunnar Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. febrúar 2011 13:02 Stór hluti Íslendinga hafði líklega ekki heyrt á Löru Logan minnst fyrr en í þessari viku, þegar fréttir bárust af því að ráðist hefði verið á þessa bandarísku fréttakonu á Frelsistorginu í Kaíró. Og það í miðjum fagnaðarlátunum vegna afsagnar forsetans. Hún er þó vel þekkt og þaulreynd í fréttaflutningi af helstu átakasvæðum heimsins. Fréttirnar um árásina á hana vöktu eðlilega mikinn óhug. Það var þó ekki algilt og miklar umræður hafa spunnist um málið á netinu síðustu daga. Þar hefur meðal annars verið ýjað að því að um sé að ræða athyglissýki og að fréttir af árásinni hafi verið stórlega ýktar. Ég veit ekki með ykkur en ég held að flest annað en kynferðislegt ofbeldi myndu konur nýta sér til aukinnar athygli. Mörgum fréttasíðum þóttu einnig ástæða til að skrifa um útlit fréttakonunnar og ástarmál hennar í tengslum við ógeðfellda kynferðislega árás á hana. Svo voru að sjálfsögðu þeir sem vildu kenna trúarbrögðunum um. Það væri ekki við öðru að búast af múslimum en að þeir réðust á og misnotuðu konu með þessum hætti. Einna vinsælust var þó sú skoðun að galið væri að konur störfuðu yfir höfuð á stað sem þessum. Hún hefði átt að vita hvað hún væri að fara út í. Vita að þetta gæti gerst. Þessar skoðanir komu fyrst og fremst fram í athugasemdakerfum þar sem ekki þarf að skrifa undir nafni. Enn og aftur sanna þau sig sem helsta uppspretta fyrir vonbrigðum og vantrú á mannkyninu. Því miður er ofbeldi eitthvað sem blaðamenn á átakasvæðum geta alltaf orðið fyrir. Engum heilvita manni dettur þó í hug að þeir ættu ekki að vera þar og segja okkur hinum fréttir af þeim. Og það væri afskaplega ósanngjarnt ef aðeins karlar fengju þessi verkefni. Fréttakonur bera ekki ábyrgð á ofbeldi gegn þeim frekar en aðrir sem fyrir því verða. Það er einmitt fjöldinn allur af fólki sem verður fyrir ofbeldi sem þessu, óháð öllum ytri aðstæðum. Ástæðurnar fyrir og ábyrgðin á ofbeldi liggur nefnilega ekki í trúarbrögðum, klæðnaði, staðsetningu eða menningu heldur hjá gerendunum, engu og engum öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Stór hluti Íslendinga hafði líklega ekki heyrt á Löru Logan minnst fyrr en í þessari viku, þegar fréttir bárust af því að ráðist hefði verið á þessa bandarísku fréttakonu á Frelsistorginu í Kaíró. Og það í miðjum fagnaðarlátunum vegna afsagnar forsetans. Hún er þó vel þekkt og þaulreynd í fréttaflutningi af helstu átakasvæðum heimsins. Fréttirnar um árásina á hana vöktu eðlilega mikinn óhug. Það var þó ekki algilt og miklar umræður hafa spunnist um málið á netinu síðustu daga. Þar hefur meðal annars verið ýjað að því að um sé að ræða athyglissýki og að fréttir af árásinni hafi verið stórlega ýktar. Ég veit ekki með ykkur en ég held að flest annað en kynferðislegt ofbeldi myndu konur nýta sér til aukinnar athygli. Mörgum fréttasíðum þóttu einnig ástæða til að skrifa um útlit fréttakonunnar og ástarmál hennar í tengslum við ógeðfellda kynferðislega árás á hana. Svo voru að sjálfsögðu þeir sem vildu kenna trúarbrögðunum um. Það væri ekki við öðru að búast af múslimum en að þeir réðust á og misnotuðu konu með þessum hætti. Einna vinsælust var þó sú skoðun að galið væri að konur störfuðu yfir höfuð á stað sem þessum. Hún hefði átt að vita hvað hún væri að fara út í. Vita að þetta gæti gerst. Þessar skoðanir komu fyrst og fremst fram í athugasemdakerfum þar sem ekki þarf að skrifa undir nafni. Enn og aftur sanna þau sig sem helsta uppspretta fyrir vonbrigðum og vantrú á mannkyninu. Því miður er ofbeldi eitthvað sem blaðamenn á átakasvæðum geta alltaf orðið fyrir. Engum heilvita manni dettur þó í hug að þeir ættu ekki að vera þar og segja okkur hinum fréttir af þeim. Og það væri afskaplega ósanngjarnt ef aðeins karlar fengju þessi verkefni. Fréttakonur bera ekki ábyrgð á ofbeldi gegn þeim frekar en aðrir sem fyrir því verða. Það er einmitt fjöldinn allur af fólki sem verður fyrir ofbeldi sem þessu, óháð öllum ytri aðstæðum. Ástæðurnar fyrir og ábyrgðin á ofbeldi liggur nefnilega ekki í trúarbrögðum, klæðnaði, staðsetningu eða menningu heldur hjá gerendunum, engu og engum öðrum.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun