Skoðun

Í minningu Auðar Auðuns

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar
Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Auðar Auðuns, sem var brautryðjandi á mörgum sviðum hér á landi.



Auður fæddist 18. febrúar árið 1911, árið sem íslenskar konur öðluðust rétt til skólagöngu, námsstyrkja og allra embætta til jafns við karla. Auður var fyrsta konan til að nema við lagadeild Háskóla Íslands og fyrsta íslenska konan sem lauk lögfræðiprófi. Árið 1946 var Auður kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur, síðar borgarstjórn, og átti þar sæti í tæpan aldarfjórðung, hún var fyrsti kvenforseti borgarstjórnar og gegndi embætti borgarstjóra ásamt öðrum í eitt ár. Auður tók sæti á Alþingi haustið 1959 og sat þar samfleytt á 15 þingum og var eina konan sem sæti átti á Alþingi í tæpan áratug, frá árinu 1963 til 1971. Á því tímabili var hún m.a. dóms- og kirkjumálaráðherra og varð þar með fyrst kvenna til þess að gegna embætti ráðherra hér á landi. Auður vann jafnframt að margvíslegum mannúðarmálum og félagsstörfum hér á landi um margra áratuga skeið.



Ferill Auðar Auðuns var eftirtektarverður og merkur. Fullyrða má að með framgöngu sinni hafi Auður Auðuns rutt brautina fyrir konur á mörgum sviðum á leið til aukins jafnréttis hér á landi. Það ber að þakka og virða á þessum tímamótum.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×