Innlent

Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn

Goðafoss á strandstað. Mynd/ NRK
Goðafoss á strandstað. Mynd/ NRK
Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins.

Hann var orðinn fjögurra kílómetra langur þegar vörnum var við komið. Svo virðist sem göt hafi komið á tvo olíugeyma, bæði stjórnborðs- og bakborðsmegin í swkipinu.

Allt að 600 tonn af olíu err um borð og eru norsk og sænsk náttúruverndarsamtök í viðbragðsstöðu þar sem strandlengjan er friðland. Ekkert amar að 14 manna íslenskri áhöfn skipsins, sem enn er um borð, en gott veður er á svæðinu og áhöfninni engin hætta búin. Hafnsögumaður var ný farinn frá borði þegar skipið strandaði.

Skipið, sem er 165 metra langt gámaskip og mælist 17 þúsund tonn að stærð, og er í eigu Eimskips, situr fast á skerinu, sem það strandaði á. Ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að björgun skipsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×