Sanngjarna umfjöllun um Icesave Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. febrúar 2011 05:45 orseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjárglæframanna sem stofnuðu til Icesave-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borðinu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfnun sinni eiga heiðurinn af þessum bata. Áhætta af nýjum samningi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhættan fer líklega ekki yfir 230 milljarða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til staðar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að samþykkja ekki Icesave. Hvaða samninga erum við að brjóta? Eru einhverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samningar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirnir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslendingum þá er það vitanlega grafalvarlegt mál. Nú er mikilvægt að ríkisvaldið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga viðskipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávarfang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokksmaðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómarktæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Sjá meira
orseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjárglæframanna sem stofnuðu til Icesave-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borðinu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfnun sinni eiga heiðurinn af þessum bata. Áhætta af nýjum samningi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhættan fer líklega ekki yfir 230 milljarða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til staðar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að samþykkja ekki Icesave. Hvaða samninga erum við að brjóta? Eru einhverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samningar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirnir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslendingum þá er það vitanlega grafalvarlegt mál. Nú er mikilvægt að ríkisvaldið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga viðskipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávarfang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokksmaðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómarktæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun