Viðskipti erlent

Mærsk hagnaðist um rúma 600 milljarða í fyrra

Hagnaður danska skipa- og olíurisans A.P. Möller-Mærsk í fyrra sló öll met. Hagnaðurinn eftir skatta nam 28,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 600 milljörðum kr. Fyrra hagnaðarmet hjá Mærsk var sett árið 2004 þegar hagnaðurinn nam 24,4 milljörðum danskra kr.

Í fréttum danskra fjölmiðla í morgun um uppgjör Mærsk fyrir síðasta ár kemur fram að félagið hafi einkum notið góðs af háu olíuverði og að viðskipti heimsins hafa verið að glæðast eftir kreppuna. M.a. kemur fram að farmgjöld með flutningaskipum félagsins hafi hækkað um 29% á árinu en þau lækkuðu um 28% árið 2009.

Skipaflutningar eru enn hryggjarstykkið í starfsemi Mærsk en veltan í þeim nam yfir 140 milljörðum danskra kr. Olíuvinnslan gefur þó æ meira af sér á hverju ári en í fyrra var veltan á því sviði hátt í 60 milljarðar danskra kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×