Viðskipti erlent

Vancouver heldur stöðu sinni sem lífvænlegast borg heimsins

Kanadíska borgin Vancouver heldur stöðu sinni sem lífvænlegasta borg heimsins. Þetta kemur fram í nýrri úttekt hjá rannsóknardeild breska tímaritsins The Economist.

Vancouver hefur verið í þessari stöðu síðan árið 2007. Tekið er tillit til þátta eins og stöðugleika, heilbrigðisþjónustu, menningar, umhverfismála og menntunnar.

Í öðru sæti á listanum er borgin Melbourne í Ástralíu en athygli vekur að sjö af topp tíu borgunum á listanum eru í Kanada eða Ástralíu. Helsinki í Finnlandi er eina borgin á Norðurlöndunum sem nær inn á topp tíu listann.

Á botni listans er svo borgin Harare í Zimbawe og næst á eftir henni kemur Dhaka í Bangladesh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×