Viðskipti erlent

Danskir bankastjórar í raun ósnertanlegir

Rannsókn sem Jyllands Posten hefur gert á dönsku bönkunum leiðir í ljós að bankastjórar þeirra eru í raun ósnertanlegir.

Engir stórir hluthafar séu til staðar í bönkunum sem gætu gert kröfur á hendur bankastjórunum. Þetta á við um tvo þriðju af bankakerfi Danmerkur.

Johannes Raaballe lektor í hagfræði við háskólann í Árósum segir að það sé gífurlegt vandamál hve hluthafar í bönkum séu veikburða, það er margir og smáir. Í samanburði við önnur skráð félög í kauphöllinni í Kaupmannahöfn sé merkilegt hve margir bankar séu án stórra sjálfstæðra eigenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×