Innlent

Þingið starfar áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur segir að Alþingi muni starfa áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans. Mynd/ Anton.
Steingrímur segir að Alþingi muni starfa áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans. Mynd/ Anton.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki standi til að rjúfa þing þrátt fyrir ákvörðun forsetans um að synja Icesave lögunum staðfestinga. Það er ekki á dagskrá, enda ekki á bætandi," sagði Steingrímur í fréttum RÚV eftir að forsetinn kunngjörði ákvörðun sína. „Ég er fyrst og fremst undrandi. Það liggur við að ég sé forundrandi," sagði Steingrímur.

Kosið verði til stjórnlagaþings um leið

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að kosið væri sem allra fyrst. Hún sagði að hugleiða þyrfti hvort rétt væri að kjósa til stjórnlagaþings á sama tíma og kosið yrði um Icesave. Jóhanna sagði að það aukinn meirihluti á Alþingi hefði staðfest frumvarpið á miðvikudaginn. Þess vegna komi það á óvart að forsetinn skuli ekki samþykkja. Hún minnti líka á að Lee Buchheit hefði sagt að litlar líkur væru á því að hægt væri að semja um málið aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×