Stjórnarþingmaður: Erfitt fyrir forsetann að synja ekki Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2011 11:06 Lilja Mósesdóttir segir erfitt fyrir forsetann að synja ekki. „Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn," sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. Við atkvæðagreiðsluna í þinginu greiddi Lilja atkvæði gegn samningunum, en þær Ragnheiður og Ólína greiddu atkvæði með samningunum. Þær Lilja og Ragnheiður greiddu hins vegar báðar atkvæði með því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu, en Ólína greiddi atkvæði gegn því. Ólína sagði á Bylgjunni í dag að það yrði að fara að skerpa reglur varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og fá skýra mynd á það hvaða mál væru tæk til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún að mál eins og þau sem snertu fjármál þjóðarinnar og óvinsælar en óhjákvæmilegar aðgerðir væru ekki til þess tækar að senda þær í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undir það sjónarmið tók Lilja ekki. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði að menn mættu ekki túlka stöðuna þannig að ef málið færi fyrir dóm þá myndi það aldrei kosta Íslendinga neitt. „Þetta er svo rangur málflutningur. Það er bara ekki þannig að það hverfi frá okkur. Þó svo að við förum lagalegu leiðina og með þetta í dóm að það mun alltaf kosta okkur," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
„Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn," sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. Við atkvæðagreiðsluna í þinginu greiddi Lilja atkvæði gegn samningunum, en þær Ragnheiður og Ólína greiddu atkvæði með samningunum. Þær Lilja og Ragnheiður greiddu hins vegar báðar atkvæði með því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu, en Ólína greiddi atkvæði gegn því. Ólína sagði á Bylgjunni í dag að það yrði að fara að skerpa reglur varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og fá skýra mynd á það hvaða mál væru tæk til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún að mál eins og þau sem snertu fjármál þjóðarinnar og óvinsælar en óhjákvæmilegar aðgerðir væru ekki til þess tækar að senda þær í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undir það sjónarmið tók Lilja ekki. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði að menn mættu ekki túlka stöðuna þannig að ef málið færi fyrir dóm þá myndi það aldrei kosta Íslendinga neitt. „Þetta er svo rangur málflutningur. Það er bara ekki þannig að það hverfi frá okkur. Þó svo að við förum lagalegu leiðina og með þetta í dóm að það mun alltaf kosta okkur," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira