Innlent

Hafna ásökunum um verðsamráð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsleitir voru gerðar hjá BYKO og Húsasmiðjunni.
Húsleitir voru gerðar hjá BYKO og Húsasmiðjunni.
Byggingavöruverslanirnar BYKO og Húsasmiðjan hafna báðar ásökunum um brot á samkeppnislögum. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitið gerðu húsleitir hjá báðum þessum aðilum í morgun. Auk þess var húsleit gerð hjá byggingavöruversluninni Úlfurinn. Til skoðunar er meint verðsamráð milli aðila á byggingavörumarkaði.

Iðunn Jónsdóttir, stjórnarformaður BYKO, segir í tilkynningu til fjölmiðla að fyrirtækið hafi ávallt lagt sig fram um að tryggja að starfsemi fyrirtækisins og viðbrögð þess á markaði séu í samræmi við samkeppnislög. Fyrirtækið hafi unnið með rannsóknaraðilum og afhent þau gögn sem óskað hafi verið eftir.

Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, sagði í fréttatilkynningu að fyrirtækið vísaði á bug öllum ásökunum og segist aðstoða við rannsókn málsins enda hafi fyrirtækið ekkert að fela.


Tengdar fréttir

Lögreglan og Samkeppniseftirlitið gerðu húsleitir

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans og Samkeppniseftirlitið gerðu í dag húsleitir í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins byggingarvörur. Frekari upplýsingar um málið hafa ekki fengist en von er á fréttatilkynningu vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×