Innlent

Lögreglan og Samkeppniseftirlitið gerðu húsleitir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsleitir voru gerðar í Húsasmiðjunni og Byko.
Húsleitir voru gerðar í Húsasmiðjunni og Byko.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans og Samkeppniseftirlitið gerðu í dag húsleitir í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins byggingarvörur. Frekari upplýsingar um málið hafa ekki fengist en von er á fréttatilkynningu vegna þess.

Til skoðunar er meint verðsamráð milli aðila á byggingavörumarkaði, samkvæmt tilkynnningu frá Sigurði Arnari Sigurðssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar. Hann segir að gögn hafi verið haldlögð vegna málsins og rætt við starfsmenn á skrifstofu Húsasmiðjunnar og í nokkrum verslunum.

Húsasmiðjan vísar öllum ásökunum um verðsamráð á bug og segist aðstoða við rannsókn málsins enda hafi fyrirtækið ekkert að fela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×