Viðskipti erlent

Töluvert dregur úr þrýstingi á olíuverðshækkanir

Töluvert hefur dregið úr þrýstingnum á olíuverðhækkanir í morgun og raunar hafa bæði Brent olían og bandaríska léttolían lækkað í verði eða um 1,6%. Stendur Brentolían nú í 113,5 dollurum og léttolían í 104 dollurum á tunnuna.

Það sem veldur þessum lækkunum er að samkvæmt frétt á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni hefur Muammar Gaddafi ljáð máls á því að segja af sér sem leiðtogi Líbýu.  Bloomberg fréttastofan hefur eftir olíumiðlara að tilfinningin á markaðinum sé nú sú að borgarastríðinu í Líbýu muni ljúka bráðlega og olíuverðið þar með hrapa.

Það hefur einnig hjálpað til að fregnir berast frá Bandaríkjunum um að þarlend stjórnvöld séu byrjuð að selja olíu úr umfangsmiklum birgðum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×