Breytingar til góðs í skólum borgarinnar Jón Gnarr skrifar 5. mars 2011 11:07 Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun