Fótbolti

Samir Nasri: Miklu meiri karlmennska í Arsenaliðinu í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri í baráttu við Gerard Pique í fyrri leiknum.
Samir Nasri í baráttu við Gerard Pique í fyrri leiknum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Samir Nasri er sannfærður um að Arsenal geti slegið Barcelona út úr Meistaradeildinni í næstu viku en liðin mætast þá í seinni leiknum á Nou Camp. Arsenal vann fyrri leikinn 2-1 eftir að hafa lent 1-0 undir.

„Barcelona leit út fyrir að vera betra en í fyrra en við erum orðnir meiri karlmenn, bæði líkamlega og andlega," sagði Samir Nasri.

„Nokkrir leikmenn okkar eru betri en í fyrra, leikmenn eins og Theo Walcott, Jack Wilshere og ég sjálfur. Við höfum allir styrkt okkur líkamlega og andlega og núna getum keppt við öll lið. Það er meira karlamennska í liðinu í dag," sagði Nasri en Barcelona sló Arsenal út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra.

„Við komum allt öðruvísi inn í leikin á móti Barcelona í fyrra því þá vorum við örlítið hræddir við þá. Það var í fyrsta sinn sem við spiluðum við svona sterkt lið. Þeir voru frábærir og spiluðum stórkostlegan fótbolta," sagði Nasri.

„Þeir voru frábærir í 70 mínútur í fyrri leiknum og voru mikið með boltann. Um leið og þeir gerðu nokkrar breytingar þá voru þeir ekki eins hættulegir og okkur tókst að setja meiri pressu á þá. Við vorum mun grimmari síðustu 20 mínúturnar," sagði Nasri.

„Barcelona er eins og brasilíska landsliðið því þeir eru ekki hrifnir af því þegar þú pressar þá og sækir á þá. Þeir vilja fá að spila sinn leik. Ef þér tekst að setja pressu á liðið þeirra þá eru þeir ekki sama lið," sagði Nasri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×