Innlent

Safna fyrir heimilislausa í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tónleikar verða haldnir í Háskólabíó til styrktar Kaffistofu Samhjálpar í kvöld klukkan átta. Tugir manna koma á kaffistofuna á hverjum degi til að fá sér kaffisopa og meðlæti. Flestir hafa gestir kaffistofunnar verið 130 á einum degi. Í fyrra fékk kaffistofan 45 þúsund heimsóknir.

"Þetta er náttúrlega daglegur, þungur og erfiður rekstur. Það vantar alltaf aura og þess vegna ætlum við að slá til þessara tónleika," sagði Vilhjálmur Svan, umsjónarmaður kaffistofunnar í þættinum Íslandi í dag sem sýndur var í gær.

"Ég var nú að hugsa það hérna áðan að ef við þurfum bara að borga húsaleigunua, rétt 300 þúsund krónur á mánuði og einhver annar borgaði hitt þá værum við í góðum málum," segir Vilhjálmur. Hann segir að Reykjavíkurborg styðji Samhjálp í húsaleigumálum og birgjar hafi verið örlátir. Það vanti samt alltaf fé og því hafi verið ákveðið að efna til tónleikanna.

Sjá nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×