Viðskipti erlent

Árásin gæti haft áhrif á olíuverð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árásin á herþotu uppreisnarmanna í Líbíu gæti haft áhrif á olíuverð. Mynd/ afp.
Árásin á herþotu uppreisnarmanna í Líbíu gæti haft áhrif á olíuverð. Mynd/ afp.
Markaðir tóku að róast í lok vikunnar eftir stormasama daga vegna jarðskjálftanna og flóðbylgjunnar í Japan. Stærstu sjö iðnríki í heimi, svokölluð G7 ríki, gripu til aðgerða í fyrsta sinn í áratug. Talið er að þær aðgerðir hafi valdið því að japanska jenið féll um 3% gagnvart bandaríkjadal, úrvalsvísitalan í japan hækkaði um 2,7% og heimsmarkaðsverð á olíutunnunni lækkaði um 0,3%.

Breska blaðið Daily Telegraph segir að traust á markaðnum hafi aukist enn frekar þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að setja flugbann yfir Líbíu og Gaddafi lýsti yfir vopnahléi á eftir. Búast má við því að fréttir frá því í morgun af því að Gaddafi hafi rofið vopnahléið hafi haft áhrif á markaði og olíuverð á mánudag.

Eins og fram hefur komið var ráðist á herflugvél uppreisnarmanna í Líbíu í nótt. Búist er við því að liðsmenn Gaddafis hafi verið að verki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×