Innlent

Fara til Bandaríkjanna í staðgöngumæðrun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fóstur.
Fóstur.
Að minnsta kosti tvö nýleg dæmi eru um að íslensk pör hafi eignast börn með aðstoð bandarískra staðgöngumæðra. Í Fréttatímanum kemur fram að pörin komu með tvö börn hvort til landsins. Annað parið er skráð sem foreldrar barnanna á bandarísku fæðingavottorði. Það greiddi um 20 milljónir króna fyrir staðgönguna. Þá greinir Fréttatíminn frá því að nokkur íslensk pör undirbúa för til Bandaríkjanna þar sem þau hyggjast eignast börn með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×