Innlent

Kynnt framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar á Útboðsþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson kynnti framkvæmdaáætlunina í dag.
Dagur B. Eggertsson kynnti framkvæmdaáætlunina í dag.
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, kynnti framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar á Útboðsþingi í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum verði varið í nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni.

Í máli Dags kom fram að við forgangsröðun verkefna hefði verið horft til þess að framkvæmdir væru vinnuaflsfrekar og jafnframt að þær hefðu sem minnst áhrif til hækkunar á rekstrarkostnaði Reykjavíkurborgar. Einnig var horft til þeirra framkvæmda sem líklegt er að leiði af sér auknar tekjur í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×