Skoðun

Afstaða ráðamanna og helgur réttur okkar

Sjö hæstaréttarlögmenn skrifar
Af hverju hafa engir ráðamenn í landinu barist fyrirvaralaust fyrir hagsmunum Íslendinga af því að þurfa ekki að borga Icesavekröfurnar? Þeir hafa tekið þátt í samningamakki við Breta og Hollendinga um kjörin á greiðslunni.

Af hverju hefur enginn þeirra einfaldlega sagt við þessar þjóðir: Við teljum okkur ekki eiga að borga og munum því ekki gera það, nema dómstóll, sem lögsögu hefur í málinu, hafi dæmt okkur til þess? Þess vegna er tilgangslaust að ræða skilmála.

En þjóðin á ekki að láta bugast þó að afstaða ráðamanna sé óskiljanleg.

Fellum Icesavelögin.

Helgan rétt á að taka af okkur

Frammistaða íslenskra ráðamanna í Icesavemálinu hefur verið bágborin svo ekki sé meira sagt. Í raun var það aðeins einfaldur réttur Íslendinga sem þeim bar frá upphafi að tryggja: Rétturinn til hlutlausrar málsmeðferðar fyrir dómi um hvort lagaleg skylda hvíldi á okkur til að greiða Icesavekröfurnar.

Þetta er helgur réttur sem allir eiga að njóta í vestrænum réttarríkjum og er varinn í stjórnarskrám þeirra flestra.

Það var skylda ráðamanna þjóðarinnar að tryggja okkur hann. Þeir hafa ekki sinnt þeirri skyldu. Þvert á móti vilja þeir að við tökum á okkur skuldbindinguna án þess að hafa fengið að njóta þessa réttar.

Fellum Icesavelögin.

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×