Innlent

Samúðarkveðjur til fjölskyldu Magnúsar

Magnús Guðmundsson lést úr krabbameini á þriðjudaginn
Magnús Guðmundsson lést úr krabbameini á þriðjudaginn
Krabbameinsfélag Íslands sendir samúðarkveðjur til vina og ættingja Magnúsar Guðmundssonar sem lést úr krabbameini, þriðjudaginn 15. mars en Magnús greindist með hvítblæði síðastliðið sumar.

Magnús tókst ekki einungis á við krabbamein sjálfur heldur veitti öðrum einnig mikla hvatningu með því að taka þátt í fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem hann hefur safnað meiri áheitum en nokkur annar keppandi.

„Daginn sem hann skráði sig í Mottumars veiktist hann og var lagður inn. Degi síðar var hann kominn á gjörgæsludeild í öndunarvél," segir Ingibjörg Ragnarsdóttir, unnusta Magnúsar.

„Ég sagði honum frá því að hann væri komin yfir 300 þúsund og þá brosti hann, kinkaði kolli og var ótrúlega glaður. Hann stefndi á að fara yfir milljón," segir Ingibjörg.

Krabbamein er alvarlegur sjúkdómur og Krabbameinsfélag Íslands biður landsmenn um stuðning svo hægt sé að rannsaka betur krabbamein karla og sinna frekari forvörnum, fræðslu og ráðgjöf til karlmanna.

Sjá áheitasíðu Magnúsar í Mottumars




Fleiri fréttir

Sjá meira


×