Innlent

Mottudagurinn í dag - karlmennskan ræður för

Nokkrir af þeim karlmönnum sem hafa safnað mottu í tilefni átaksins
Nokkrir af þeim karlmönnum sem hafa safnað mottu í tilefni átaksins
Árvekniátakið Mottumars stendur nú sem hæst og í dag er sjálfur Mottudagurinn. Í tilefni af því hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á daginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr.

Á Mottudaginn er ráð að skarta öllum mögulegum karlmennskutáknum.

„Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag og hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef vinnan tæki sig saman og efndi til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn! " segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Krabbameinsfélagið hvetur konur jafnt sem karla til að taka þátt í átakinu en Mottudagurinn er liður í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarmánaðar Krabbameinsfélags Íslands sem er tileinkaður baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Félagið hvetur ennfremur alla karlmenn til að sýna samstöðu og safna yfirvaraskeggi og um leið að safna áheitum á vefsíðunni Mottumars.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×