Innlent

Þingmenn eigi ekki að skipta sér af því hvar Landsvirkjun virkjar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir segir að Landsvirkjun sé mikilvægur hluti af atvinnuuppbyggingu.
Jóhanna Sigurðardóttir segir að Landsvirkjun sé mikilvægur hluti af atvinnuuppbyggingu.
Landsvirkjun á að nýta orku þar sem viðskiptatækifæri eru og þingmenn eiga ekki að skipta sér af því hvar hún ber niður, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Jóhanna fagnaði því í morgun að tekist hefðu samningar við Norræna fjárfestingarbankann um á 8,6 milljarða króna lán vegna Búðarhálsvirkjunar. Um er að ræða fyrsta lánið sem fæst fyrir framkvæmdir við virkjunina.

Jóhanna sagði í fyrirspurnartíma að stjórnvöld væru að vinna að því með aðilum vinnumarkaðarins að fjölga fjárfestingatækifærum og efla atvinnulífið. Landsvirkjun væri mikilvægur aðili að því máli. „Ég held að það sé ekki rétt sem mér finnst örla stundum á að stjórnmálamenn eigi að hafa einhver afskipti af því hvar Landsvirkjun eigi að bera niður eða hvar eigi að virkja," segir Jóhanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×