Innlent

Katrín og Kristín fengu vilyrði um að ættleiða barn frá öðru landi

Katrín Oddsdóttir, t.v. og Kristín Eysteinsdóttir berjast fyrir því að fá að ættleiða barn. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Katrín Oddsdóttir, t.v. og Kristín Eysteinsdóttir berjast fyrir því að fá að ættleiða barn. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Leikstjórinn Kristín Eysteinsdóttir og lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir, hafa fengið vilyrði frá íslenskum yfirvöldum til þess að ættleiða barn frá öðru landi. Þetta kom fram á RÚV í kvöld.

Þær horfa helst til Suður-Afríku en þar eru ættleiðingar samkynhneigðra leyfðar innanlands. Aftur á móti þarf ríkisstjórn Íslands að koma á samningum við ríkið og er unnið að því.

Katrín sagði í samtali við Vísi að það væri líka möguleiki á ættleiðingum í Grænlandi, sem heyrir undir Danmörk.

Sjálfar vilja þær ryðja leiðina fyrir önnur samkynhneigð pör varðandi ættleiðingar, ekki aðeins á Íslandi, heldur í heiminum. Þannig eru lagaleg réttindi til ættleiðingar fyrir samkynhneigð pör til staðar í Svíþjóð, en illa gengið að fylgja þeim eftir.

„Ísland hefur hingað til verið töffaraland í mannréttindamálum þannig það væri ekki úr vegi ef við yrðu þær fyrstu," segir Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×