Innlent

Íslenskt efni um helmingur sjónvarpsefnisins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenskt sjónvarpsefni var um helmingur þess efnis sem Sjónvarpið sýndi á síðasta rekstrarári RÚV, samkvæmt svari mennta- og menningarmálaráðherra við svari Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins.

Samkvæmt svarinu var íslenskt sjónvarpsefni með 50,7% hlutdeild, bandarískt efni með um 26,1% hlutdeild og norrænt efni með 7,5% hlutdeild. Siv spurði einnig hver kostnaðurinn við kaup á norrænu og bandarísku efni hefði verið en það fékkst ekki uppgefið af samkeppnisástæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×